Deco, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, vorkennir fyrrum leikmanni liðsins sem spilar í dag fyrir Palmeiras í Brasilíu.
Um er að ræða hinn 20 ára gamla Vitor Roque sem var keyptur til Barcelona í janúar 2024 og skoraði tvö mörk í 14 deildarleikjum.
Barcelona ákvað að selja leikmanninn ári seinna aftur til Brasilíu en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í 24 leikjum eftir komu til Palmeiras.
,,Ég vorkenni honum mikið. Það hjálpaði Vitor ekki að koma til okkar í janúar,“ sagði Deco um leikmanninn.
,,Hann byrjaði vel og skoraði nokkur mörk en það var erfitt fyrir hann að höndla þá pressu sem fylgir því að spila fyrir Barcelona.“
,,Ef hann hefði komið á þessu tímabili hefðu hlutirnir mögulega gengið upp en nú þarf hann að öðlast sjálfstraust á ný í Palmeiras.“