Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM þó einn leikur sé eftir í riðlakeppninni. Sama staða kom einmitt upp á EM í Hollandi 2017.
„Það var meiri skellur því þá ætlaði liðið að verða Evrópumeistari en blaðamenn voru kannski ekki með sömu væntingar. Við vorum í erfiðum riðli með Frökkum, Sviss og Austurríki,“ segir Bjarni Helgason í hlaðvarpi 433.is um EM.
„Svo tapa þær gegn Frökkum í fyrsta leik þegar Elín Metta fékk á sig ódýrt víti í blálokin. Það braut þær alveg. Þær voru úr leik fyrir síðasta leik og voru búnar að tala um að spila upp á stoltið en gjörsamlega drulluðu á sig og töpuðu 3-0.“
Ísland mætir Noregi í lokaleik riðilsins á fimmtudag en hefur Bjarni ekki mikla trú á þeim þar eftir tvö töp á mótinu það sem af er.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn hef ég enga trú á því. Þær eru dottnar úr leik og miðað við spilamennskuna á mótinu og hvernig við erum að fara inn í þessa leiki hef ég ekki trú á því.“