Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM eftir tap gegn gestgjafaþjóðinni Sviss í kvöld. Hér neðar má sjá hvað netverjar sögðu um leikinn.
Leikurinn var jafn lengi vel eins og við var að búast og fengu bæði lið sín færi. Íslenska liðið skaut til að mynda tvisvar í slána.
Stelpurnar okkar spiluðu vel í seinni hálfleik en fengu högg í magann þegar stundarfjórðungur lifði leiks er Geraldine Reuteler slapp í gegn og skoraði.
Við þetta varð íslenska liðið vankað og Sviss bætti öðru marki við eftir skyndisókn í uppbótartíma. Var þar að verki Alayah Pilgrim.
Lokatölur urðu 2-0 fyrir Sviss. Ísland er án stiga eftir tvo leiki og úr leik þó svo að einn leikur sé eftir gegn Noregi.
Þetta er svo fkn búið. Ef ekkert breytist eftir þetta mót þá þýðir það bara að KSÍ tekur ekki kvennabolta alvarlega. #emruv
— Henrý (@henrythor) July 6, 2025
Er þetta ekki orðið fullreynt. Sóknarleikurinn verið í molum frá Þorsteinn tók við liðinu #emruv
— Arni S. Petursson (@arnip10) July 6, 2025
Þetta eru gríðarleg vonbrigði að komast ekki áfram upp úr þessum riðli. Riðli sem að við áttum að fara upp úr. Stelpurnar vita það sjálfar og teymið veit það. Ég hef varað við þessu í 2-3 ár að þróun okkar var of hæg. Það var talið neikvæðni.
Við eigum að geta gert miklu betur.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 6, 2025
HVERNIG GETUR LIÐIÐ SPILAÐ 2 LEIKI OG EKKI SKORAÐ EITT HELVÍTIS MARK? Shit ég hef ekki verið svona reiður yfir frammistöðu liðs sem ég held með í mörg ár og ég held með Tottenham #emruv pic.twitter.com/kVonkiXSFd
— Hörður (@horduragustsson) July 6, 2025
Þetta er súrt en því miður stefndi í þetta og það mátti ekki tala um það.
Sá sem á að taka við þessu heitir Ólafur Helgi Kristjánsson.
Hann getur tekið þetta lið áfram á næsta level.#EMkvenna
— Max Koala (@Maggihodd) July 6, 2025
Það er einn þátttakandi í þessum leik sem er áberandi lélegust og því miður er hún í bláum búning og stýrir leiknum.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 6, 2025
Varnarleikurinn er búinn að vera frábær en getum við hætt með þessar löngu sendingar fram? Þær eru bara ekki að ganga…#fotboltinet
— Lobba (@Lobbsterinn) July 6, 2025
Sleppir svissurum um gult og svo beint gult á Alexöndru fyrir miklu meira soft brot. Dagný Kyld aðan það var að sjálfsögðu ekkert heldur #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) July 6, 2025
Við elskum VAR. Takk.
— Hörður (@horduragustsson) July 6, 2025
Ég ætla svosem ekki að vera neitt leiðinlegur en ég þoli ekki þessar Svissnesku stelpur!
— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) July 6, 2025