Fram og Víkingur gerðu dramatískt jafntefli í Bestu deild karla í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Kennie Chopart skoraði jöfnunarmark í blálokin úr aukaspyrnu, en einhverjum þótti dómurinn umdeildur.
Víkingur var 1-2 yfir þegar atvikið átti sér stað, en Sigurjón Rúnarsson vann aukaspyrnuna sem Kennie skoraði úr eftir viðskipti við Oliver Ekroth. Margir lýstu yfir ósætti á samfélagsmiðlum með atvikið.
Mér finnst þetta ekki vera brot! hvað finnst ykkur????? pic.twitter.com/abf3iJNDTs
— Bomban (@BombaGunni) July 27, 2025
Þessum gagnrýnisröddum á Helga Mikael Jónasson dómara var þó svarað með myndbandi af atvikinu frá öðru sjónarhorni. Dæmi hver fyrir sig.
Er að skila skömminni fyrir Framara pic.twitter.com/H639MPLYZa
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 27, 2025
Þetta voru dýrkeypt tvö stig að tapa fyrir Víking. Valsmenn sitja nú einir að toppsæti deildarinnar með tveggja stiga forystu á bæði Víking og Breiðablik.