Al-Nassr gæti farið á eftir öðrum leikmanni Chelsea eftir að kaupin á Joao Felix.
Portúgalinn er að ganga í raðir félagsins eftir enn eitt vonbrigðartímabilið, með Chelsea og á láni hjá AC Milan, en hann var ein skærasta stjarnan í boltanum ungur að árum.
Liðsfélagi hans hjá Chelsea, Marc Cucurella, gæti fylgt honum til Sádí en spænska blaðið Marca segir að Cristiano Ronaldo, stjarna Al-Nassr, hafi óskað eftir því að félag sitt reyndi við hann.
Spænski bakvörðurinn er þó lykilmaður hjá Chelsea og á þrjú ár eftir af samningi sínum. Það er því ólíklegt að félagið sé til í að selja hann.