Mirwan Suwarso hefur útilokað það að Como muni tryggja sér þjónustu sóknarmannsins Lionel Messi.
Messi hefur verið orðaður við Como undanfarið en það er vegna sambands hans við Cesc Fabregas sem er stjóri ítalska liðsins.
Fabregas og Messi eru góðir vinir og var Argentínumaðurinn nýlega í heimsókn hjá Fabregas á Ítalíu.
Suwarso er forseti Como en hann segir að það sé ómögulegt fyrir félagið að fá leikmanninn frá Inter Miami.
,,Þetta er ekki bara draumur, þetta er einfaldlega ómögulegt,“ sagði Suwarso við Sky.