Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kemur breyttur undan sumri og skartar nú yfirvaraskeggi.
Hann og City undirbúa sig fyrir nýja tímabilið sem hefst um miðjan næsta mánuð. City freistar þess að gera mun betur en á síðustu leiktíð þar sem liðið var langt frá toppliði Liverpool.
Þetta nýja útlit Guardiola hefur vakið mikla athygli og er spurning hvort hann haldi í þennan nýja stíl fram að fyrsta leik í deildinni gegn Wolves.
Pep Guardiola now has a moustache. 🥸 pic.twitter.com/VnkRdvfXCt
— City Xtra (@City_Xtra) July 27, 2025