Newcastle reynir nú að fá Aaron Ramsdale frá Southampton samkvæmt helstu miðlum Englands.
Markvörðurinn gekk í raðir Southampton á 25 milljónir punda frá Arsenal í fyrra en skítféll með liðinu í vor. Vill hann vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle er á eftir markverði og reyndi að fá James Trafford frá Burnley á dögunum, en nú er ljóst að sá fer aftur til Manchester City.
Newcastle er að reyna að fá Ramsdale á láni með kaupmöguleika. Southampton er sagt opið fyrir slíku ef kaupverðið eftir ár er nógu veglegt.
Ramsdale starfaði með Eddie Howe, stjóra Newcastle, hjá Bournemouth á árum áður.
Nick Pope er aðalmarkvörður Newcastle sem stendur og myndi Ramsdale fara í samkeppni við hann. Hjá félaginu eru einnig markverðirnir Martin Dubravka, Odysseas Vlachodimos, John Ruddy og Mark Gillespie.