fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle reynir nú að fá Aaron Ramsdale frá Southampton samkvæmt helstu miðlum Englands.

Markvörðurinn gekk í raðir Southampton á 25 milljónir punda frá Arsenal í fyrra en skítféll með liðinu í vor. Vill hann vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle er á eftir markverði og reyndi að fá James Trafford frá Burnley á dögunum, en nú er ljóst að sá fer aftur til Manchester City.

Newcastle er að reyna að fá Ramsdale á láni með kaupmöguleika. Southampton er sagt opið fyrir slíku ef kaupverðið eftir ár er nógu veglegt.

Ramsdale starfaði með Eddie Howe, stjóra Newcastle, hjá Bournemouth á árum áður.

Nick Pope er aðalmarkvörður Newcastle sem stendur og myndi Ramsdale fara í samkeppni við hann. Hjá félaginu eru einnig markverðirnir Martin Dubravka, Odysseas Vlachodimos, John Ruddy og Mark Gillespie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal