Real Madrid mun fara á eftir Erling Braut Haaland, stórstjörnu Manchester City, ef félagið missir Vinicius Junior frá sér.
Þetta er fullyrt í spænskum miðlum, en þar kemur fram að það gangi erfiðlega að fá Vinicius til að skrifa undir framlengingu á samningi sínum, sem rennur út eftir tvö ár.
Brasilíumaðurinn hefur reglulega verið orðaður við skipti til Sádi-Arabíu, sem myndu færa honum gríðarlegar fjárhæðir.
Real Madrid vonast auðvitað til þess að halda í sinn mann en fari svo að hann fari vill félagið fá aðra stórstjörnu í formi Haaland, sem hefur auðvitað slegið í gegn á Englandi.