Real Madrid virðist vera ákveðið í því að fá inn William Saliba í þessum sumarglugga en um er að ræða leikmann Arsenal.
Saliba er talinn vera einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar og er bundinn Arsenal til 2027.
Talið var að Real myndi reyna við Saliba næsta sumar, stuttu áður en leikmaðurinn verður samningslaus í London.
Cadena SER og fleiri miðlar greina nú frá því að Saliba sé efstur á óskalista Real og að félagið ætli að hefja viðræður við Arsenal á næstunni.
Það væri mikill skellur fyrir Arsenal að missa Saliba sem er 23 ára gamall en talað er um að draumur hans sé að semja við Real.
Hann hefur hins vegar sjálfur staðfest það að hann sé í viðræðum við Arsenal og mun mögulega skrifa undir framlengingu.