Paris Saint-Germain ætlar að öllum líkindum að selja Gianluigi Donnarumma í sumar þrátt fyrir að hann sé talinn einn besti markvörður heims.
Ástæðan er einföld að sögn L’Equipe en félagið vill forðast það að gera sömu mistök og voru gerð með Kylian Mbappe.
Mbappe er einn allra besti fótboltamaður heims en hann yfirgaf félagið í fyrra og fór frítt til Real Madrid.
PSG vill alls ekki missa aðra stórstjörnu frítt næsta sumar en samningur ítalska markmannsins rennur út 2026.
Galatasaray í Tyrklandi er á meðal þeirra sem sýna áhuga og þá er Chelsea einnig nefnt til sögunnar.