Wrexham gerir sér von um að fá gríðarlega stórt nafn í sumarglugganum en liðið stefnir á að komast í efstu deild Englands í vetur.
Wrexham hefur verið á miklu skriði undanfarin ár og tryggði sér sæti í næst efstu deild Englands síðasta vetur.
Umboðsmaður Christian Eriksen, Martin Schoots, hefur staðfest áhuga frá West Ham en Eriksen er án félags í dag.
Daninn var síðast hjá Manchester United en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham í úrvalsdeildinni.
Það verður að viðurkennast að þessi skiptu séu ólíkleg en Schoots tekur einnig fram að Eriksen vilji halda áfram að spila í efstu deild.