Nicolas Jackson ætti að forðast það að semja við Manchester United í sumar ef hann fær tilboð frá félaginu.
Þetta segir Jermaine Pennant, fyrrum leikmaður Liverpool og Arsenal, sem starfar í dag í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Jackson hefur verið orðaður við United í sumar en hann hefur skorað 30 mörk og lagt upp önnur 12 fyrir Chelsea eftir komu frá Villarreal fyrir tveimur árum.
,,Ég er ekki viss um það að Nicolas Jackson sé rétti maðurinn fyrir toppliðin eftir tíma hans hjá Chelsea,“ sagði Pennant.
,,Það verður áhugavert að fylgjast með hvert hann fer ef hann ákveður að kveðja Chelsea. Hann er á sama stað og Darwin Nunez að mínu mati – hann fær mörg færi en nýtir þau ekki.“
,,Ef ég væri hann þá myndi ég horfa aðeins neiðar í lið eins og Brighton. Ég tel að það geti gengið upp og að hann myndi spila vel – þeir ættu að horfa til hans.“