Tvö ensk félög höfnuðu því að fá inn Randal Kolo Muani í sumar en þetta kemur fram í frétt ESPN.
Kolo Muani er samningsbundinn Paris Saint-Germain og spilaði með Juventus á láni í vetur og stóð sig ágætlega.
Juventus er talið vera á eftir leikmanninum og vill semja endanlega við hann fyrir nýtt tímabil í vetur.
ESPN segir að bæði Arsenal og Chelsea hafi fengið boð um að kaupa leikmanninn en sögðu bæði nei við franska stórliðið.
Kolo Muani hefur einnig verið orðaður við Manchester United en skoðar einnig aðra möguleika eins og Dusan Vlahovic og Ollie Watkins.