Það tók Ágúst Eðvald Hlynsson ekki langan tíma að stimpla sig inn í lið Vestra í Bestu deild karla.
Ágúst var kynntur hjá Vestra í gær og spilaði svo leik gegn ÍBV aðeins degi seinna eða í dag.
Hann skoraði annað mark Vestra í góðum 2-0 sigri en Diego Montiel gerði hitt mark heimaliðsins.
Vestri lyftir sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og er með 22 stig eftir 16 umferðir.