Arsenal er alls ekki hætt á félagaskiptamarkaðnum þrátt fyrir að vera búið að tryggja sér Viktor Gyokores frá Sporting.
Enskir miðlar greina nú frá því að allt púður Arsenal muni nú fara í að tryggja þjónustu Eberechi Eze.
Eze er vængmaður Crystal Palace en samkvæmt miðlum er Arsenal að undirbúa 60 milljóna punda tilboð.
Eze er opinn fyrirk því að færa sig í sumar en hvort Palace samþykki 60 milljóna punda tilboð er óvitað.
Um er að ræða einn mikilvægasta leikmann Palace sem myndi fá greitt 20 milljónir punda í þremur mismunandi greiðslum.