Bakvörðurinn Emerson Royal er líklega að taka athyglisvert skref á sínum ferli og er á leið til Brasilíu.
Emerson er 26 ára gamall Brassi en hann hefur spilað í Evrópu undanfarin sex ár.
Hann gekk í raðir Tottenham 2021 og lék þar í þrjú ár en samdi við AC Milan í fyrra og var í varahlutverki.
Nú er Emerson mögulega að snúa aftur til heimalandsins en hann fer ekki til Besiktas í Tyrklandi eins og búist var við.
Fabrizio Romano greinir frá því að Flamengo sé byrjað að ræða við Milan og er hann sjálfur opinn fyrir því að færa sig aftur heim.