Napoli virðist ætla að vinna kapphlaupið um markvörðinn Vanja Milinkovic-Savic sem hefur verið mikið orðaður við Manchester United.
Þónokkrir miðlar greina frá sem og blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er sá virtasti í bransanum.
Milinkovic-Savic hefur verið orðaður við United í sumar en hann var áður hjá félaginu í eitt ár frá 2014 til 2015.
Hann hefur síðan þá gert mjög góða hluti með Torino og er efirsóttur af United, Napoli og Leeds.
Samkvæmt Romano mun Napoli hafa betur í baráttunni um Milinkovic-Savic sem mun kosta um 18 milljónir punda.