Manchester United hefur frumsýnt nýjan varabúning sinn frá Adidas sem hefur fengið misjöfn viðbrögð.
Búningurinn á að minna á varabúning félagsins frá árinu 1992.
Litirnir eru þó ekki þeir sömu en snjókorna grafík í búningnum er sú sama.
Varabúningar félaga eru oftar en ekki vinsælli en aðalbúningar félagsins sem eru oft ansi svipaðir frá ári til árs.
United mun nota þessu treyju í æfingaferð sinni í Bandaríkjunum þar sem liðið mætir West Ham, Bournemouth og Everton.