Chelsea er það félag sem hefur eytt mestu frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð, félagið hefur keypt leikmenn fyrir 4,1 milljarð punda.
Það er milljarði punda meira en Manchester City hefur eyt tí leikmenn en Roman Abramovich og Todd Boehly hafa frussað peningum í leikmenn.
Manchester City hefur eytt miklu síðustu ár en gömlur risarnir Manchester United og Liverpool koma þar á eftir.
Arsenal hefur eytt rúmum 2 milljörðum punda í leikmenn og Tottenham er í sjötta sætinu með 2 milljarða punda í leikmenn á 23 árum.
Listinn er áhugaverður og má sjá hér að neðan.