Stuðningsmenn Arsenal eru margir hverjir spenntir fyrir endurkomu Kai Havertz á völlinn en hann virðist hafa bætt vel í síðustu mánuði.
Havertz meiddist á síðustu leiktíð og spilaði ekki undir restina, þann tíma hefur hann nýtt í ræktinni.
Havertz hefur pakkað á sig mikið af vöðvum síðustu mánuði og æti því að mæta sterkari til leiks en áður.
Ljóst er að Havertz verður þó ekki í jafn stóru hlutverki og undanfarin ár vegna komu Viktor Gyokeres í fremstu röð.
Havertz gæti því farið að spila meira á miðsvæðinu eða hreinlega tekið sér sæti á bekknum.