Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari Fylkis en þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Arnar mun taka við af Árna Frey Guðnasyni sem var rekinn úr starfi eftir helgi en Fylkismenn hafa alls ekki staðist væntingar í sumar.
Arnar er reynslumikill þjálfari en hann var síðast þjálfari Vals og var fyrir það hjá KA á Akureyri.
Fylkir er í níunda sæti í næst efstu deild en flestir bjuggust við að liðið myndi tryggja sér sæti í efstu deild fyrir næsta sumar.