Liverpool hefur samkvæmt fréttum sett verðmiða á Ibrahima Konate ef hann ætlar sér að fara frá félaginu í sumar.
Konate hefur ekki viljað gera nýjan samning við Liverpool og hefur rætt um að hann fari frítt næsta sumar.
Konate er 26 ára gamall miðvörður frá Frakklandi en hann er mikið orðaður við Real Madrid.
Samkvæmt fréttum hefur Konate hafnað rosalegum tilboðum frá Sádí Arabíu og vill ekki fara þangað.
AS á Spáni segir að Liverpool hafi sett verðmiða á Konate í sumar og muni taka 43,5 milljónir punda fyrir hann.