Íslenskir dómarar munu dæma leik Häcken frá Svíþjóð og Spartak Trnava frá Slóvakíu í Evrópudeildinni.
Ívar Orri Kristjánsson verður aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson, Fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Leikurinn fer fram fimmtudaginn 17. júlí í Gautaborg í Svíþjóð.