Dusan Vlahovic er ‘betri leikmaður’ en Erling Haaland og ættu flest félög að horfa til leikmannsins í sumar.
Vlahovic er samningsbundinn Juventus og er víst til sölu en hann er samningsbundinn til ársins 2026.
Darko Kovacevic, yfirmaður knattspyrnumála Olympiakos, hefur bullandi trú á framherjanum sem virðist ekki vera í framtíðarplönum Juventus.
,,Ég myndi segja Dusan að færa sig og það strax. Það er ekki auðvelt að yfirgefa Juventus og ég get sagt það af eigin reynslu,“ sagði Kovacevic.
,,Stundum þarftu að taka áskorun og finna hamingjuna ný. Einhver eins og hann á að vera byrjunarliðsmaður, sama hvort það sé hjá Juventus eða öðru liði.“
,,Ég myndi velja Vlahovic yfir Erling Haaland og get sagt það sama um Victor Osimhen jafnvel þó hann gæti staðið sig vel í svörtu og hvítu.“