Cristhian Mosquera hefur staðfest það að hann muni spila á Englandi næsta vetur en hann gengur í raðir Arsenal.
Mosquera kemur til Arsenal frá liði Valencia þar sem hann hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil.
Mosquera er fæddur og uppalinn á Spáni en hann var hjá Valencia í um níu ár en byrjaði sem krakki hjá Carolinas og Hercules.
Hann lék 82 deildarleiki fyrir Valencia á fjórum árum og skoraði eitt mark en um er að ræða varnarmann.
,,Ég er að yfirgefa Valencia sem maður, ég kom hingað þegar ég var aðeins 12 ára,“ sagði Mosquera sem er 21 árs.
,,Þetta er mitt heimili og verður alltaf mitt heimili.“