Brentford hefur staðfest komu Jordan Henderson til félagsins en hann kemur frítt frá Ajax þar sem samningi hans var rift.
Henderson var í tólf ár hjá Liverpool þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna, deild, Meistaradeild, enska bikarinn, deildarbikarinn og meira til.
Henderson ólst upp hjá Sunderland en hann fór til Sádí Arabíu áður en hann fór til Ajax.
„Þegar við fengum fréttir af því að Henderson væri í boði þá var þetta einföld ákvörðun,“ segir Keith Andrews nýr stjóri Brentford.
Henderson hefur spilað 84 landsleiki fyrir England og hefur verið í hópnum undanfarið eftir að Thomas Tuchel tók við.
Henderson er 35 ára gamall en þrátt fyrir það fékk hann tveggja ára samning hjá Brentford.