Arsenal hefur gengið frá samkomulagi við Valencia um kaup á Christian Mosquera, allt er klappað og klárt.
Mosquera kostar 15 milljónir evra plús bónusa en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánar.
Mosquera fer í læknisskoðun síðar í vikunni en hann mun gera langtíma samning við Arsenal.
Mosquera er 21 árs gamall og fleiri lið vildu fá hann en hann vildi aðeins ræða við Arsenal.
Félögin hafa lengi karpað um kaupverðið en að lokum náðust samningar. Fabirizo Romano segir frá.
Veskið er á lofti hjá Arsenal en félagið er einnig að kaupa Noni Madueke og Viktor Gyokeres í þessar viku.