Axel Tuanzebe fyrrum varnarmaður Manchester United lögsækir nú félagið og er málið komið fyrir hæstarétt í Englandi.
Tuanzebe fór frá Manchester United árið 2023 en hann hafði verið nokkuð meiddur.
Hann segir félagið hafa sýnt sér vanrækslu í meiðslunum og að ráðgjöf lækna hafi ekki verið rétt.
Tuanzebe gekk í raðir Burnley í sumar eftir að hafa verið í tvö ár hjá Ipswich.
Enski varnarmaðurinn telur að United hafi sýnt sér „klíníska vanrækslu“ eins og segir í kærunni.