FC Bayern hefur áhuga á því að kaupa Leandro Trossard kantmann Arsenal ef hlutirnir halda áfram að klikka.
Margir hafa hafnað Bayern í sumar og er Bayern núna að kanna möguleikann á Luis Diaz frá Liverpool.
Það er ólíklegt og segir Bild að Bayern sé farið að skoða Trossard sem er þrítugur.
Trossard er samlandi Vincent Kompany en Trossard mætti fara frá Arsenal þar sem hann er í aukahlutverki.
Arsenal er að kaupa Noni Madueke og því fær Trossard meiri samkeppni en áður.