Louis van Gaal, fyrrum stjóri Barcelona og Manchester United, hefur staðfest það að hann sé búinn að sigra baráttu sína við krabbamein.
Van Gaal hafði glímt við veikindi undanfarin ár og fór í nokkrar aðgerðir vegna þess sem skiluðu loks árangri.
Hollendingurinn er 73 ára gamall en hans er sárt saknað í boltanum og var síðast hjá hollenska landsliðinu 2022.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Van Gaal snúi aftur á völlinn eftir þessar frábæru fréttir en hann mun væntanlega greina frá því í framtíðinni.
,,Ég get sagt það að ég er ekki lengur truflaður af krabbameini. Fyrir tveimur árum fór ég í nokkrar aðgerðir og þá var útlitið svart en þetta gekk upp að lokum,“ sagði Van Gaal.
,,Ég fer í skoðun á nokkurra mánaða fresti og það gengur vel. Ég er að batna og batna.“