Sport á Spáni segir að Real Madrid sé nú að taka stóra ákvörðun um hvort félagið ætli að byggja lið sitt í kringum Vinicius Junior eða Kylian Mbappe.
Annar af þessum mönnum er líklega á förum næsta sumar en samband þeirra innan vallar og utan er ekki of gott samkvæmt spænskum miðlum.
Allar líkur eru á að Mbappe verði fyrir valinu hjá Xabi Alonso, stjóra Real, en hann kom aðeins til félagsins í fyrra.
Vinicius er ansi erfiður karakter að höndla og hefur margoft verið orðaður við Sádi Arabíu.
Báðir leikmenn vilja spila á vinstri vængnum en Mbappe hefur þurft að leika í fremstu víglínu sem er ekki hans besta staða.
Það kæmi verulega á óvart ef Vinicius yrði kosinn fram yfir Mbappe en þeir eru vissulega báðir á gríðarlega háum launum hjá félaginu.