Myndband af Jack Grealish, stjörnu Manchester City, vekur nú athygli en hann er í sumarfríi og er framtíð hans mikið í umræðunni.
Grealish var mættur á Oasis tónleika nú á dögunum og ræddi við nokkra aðdáendur sem voru mættir á sama viðburð.
Enskir miðlar vekja athygli á að Grealish hafi verið ‘blindfullur’ er myndbandið var tekið en hann segist þar elska stuðningsmenn City meira en allt annað.
Grealish hefur áður komist í fréttirnar fyrir drykkju og var um tíma settur til hliðar hjá City vegna vandræða utan vallar.
Myndbandið er þó afskaplega saklaust og er eðlilegt fyrir stjörnuna að skemmta sér áður en enska úrvalsdeildin hefst í næsta mánuði.
Myndbandið má sjá hér.
Jack Grealish at #Oasis, Heaton Park: “I love City more than anything! And do you know what I love more than anything? City fans! They’re the best fans in the world!” 🥹🩵 pic.twitter.com/0ik1CNNWAw
— City Xtra (@City_Xtra) July 12, 2025