Enzo Maresca hefur staðfest það að Noni Madueke sé að krota undir samning við Arsenal.
Madueke kemur til Arsenal frá Chelsea en hann bað sjálfur um að fara að sögn Maresca sem vildi ekki losna við vængmanninn.
Madueke er uppalinn hjá Crystal Palace og Tottenham og er því kannski ekki sá vinsælasti á meðal sumra liða í London eftir þessa ákvörðun.
,,Noni er að ræða við sitt nýja félag og ég býst við að hann verði kynntur mjög bráðlega,“ sagði Maresca.
,,Eins og ég sagði á síðasta blaðamannafundi, ef einhver leikmaður vill fara þá er það erfið staða fyrir félagið og þjálfara.“
,,Noni ákvað sjálfur að fara, það var enginn sem skipaði honum að fara annað. Ef hann er ánægður þá erum við ánægð.“