Andre Onana mun líklega ekki spila með Manchester United á undirbúningstímabilinu eftir að hafa meiðst aftan í læri.
Þetta er áfall fyrir enska stórliðið sem er þó talið ver að skoða markmenn og gætu leyst Onana af hólmi fyrir næsta vetur.
Onana er enn í dag aðalmarkvörður United en hann meiddist á æfingu og verður frá í allt að sex til átta vikur.
Það þýðir einnig að Onana muni missa af opnunarleik United í ensku úrvalsdeildinni sem er gegn Arsenal þann 17. ágúst.
Ef nýr markvörður verður ekki keyptur þá mun Altay Bayndir standa í marki United í byrjun tímabils.