Chelsea 3 – 0 PSG
1-0 Cole Palmer
2-0 Cole Palmer
3-0 Joao Pedro
Chelsea er heimsmeistari félagsliða 2025 eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í úrslitaleik keppninnar í kvöld.
Cole Palmer stelur öllum fyrirsögnum eftir þennan leik en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrri hálfleiknum.
PSG sem vann Meistaradeildina á þessu ári var alls ekki upp á sitt besta og fann lítil svör vup spilamennsku Chelsea í leiknum.
Joao Neves fékk að líta rautt spjald undir lok leiks og endaði PSG leikinn manni færri en hann reif í hár Marc Cucurella, leikmanns Chelsea.