Christian Norgaard, nýr leikmaður Arsenal, brast í grát er hann sá ungan son sinn klæðast treyju félagsins í fyrsta sinn.
Norgaard var fenginn til Arsenal frá Brentford á dögunum en hann kostaði um 12 milljónir punda.
Norgaard er 31 árs gamall miðjumaður en þessi kaup Arsenal komu mörgum á óvart – hann var fyrirliði Brentford og mikilvægur hlekkur í því liði.
Norgaard átti erfitt með að halda tárunum aftur eftir að hafa séð son sinn í treyju Arsenal en þeir föðmuðust er hann var kynntur til leiks á samskiptamiðlum.
Arsenal birti myndband af því sem átti sér stað á bakvið tjöldin eins og má sjá hér fyrir neðan.
🤝 Meeting Mikel
🏡 Family moments
🤩 The famous red and whiteAll the best bits from Christian Nørgaard’s first day at The Arsenal ❤️
— Arsenal (@Arsenal) July 11, 2025