Eberechi Eze er enn á óskalista Arsenal og vill félagið fá hann í sínar raðir frá Crystal Palace í sumar.
Þetta kemur fram í frétt Mirror en Arsenal er búið að tryggja sér Noni Madueke frá Chelsea fyrir rúmlega 50 milljónir punda.
Madueke er vængmaður líkt og Eze en þrátt fyrir kaupin á þeim fyrrnefnda er Eze enn vel inni í myndinni.
Eze er einn allra mikilvægasti leikmaður Palace en hann myndi kosta Arsenal tæplega 70 milljónir punda.
Stuðningsmenn Arsenal setja stórt spurningamerki við þessa stefnu félagsins en liðið er nú þegar með Leandro Trossard, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Ethan Nwaneri í sínum röðum sem spila allir á vængnum.
Trossard er líklega á förum frá Arsenal í sumar en félagið væri þá með allavega fimm leikmenn sem geta leyst sömu stöðu á næsta tímabili.