Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var mættur baksviðs á Oasis tónleika fyrir helgi en hann og hans menn eru nú í sumarfríi.
Guardiola virðist vera mikill aðdáandi Oasis sem er að koma fram í fyrsta sinn síðan 2009.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru bræðurnir Liam og Noel Gallagher en samband þeirra er ansi stormasamt.
Sonur Liam, Gene Gallagher, birti mynd á Instagram þar sem hann ásamt öðrum sést með Guardiola á tónleikunum.
Liam er sjálfur harður stuðningsmaður City og er mjög duglegur að koma sínum knattspyrnuskoðunum á framfæri.
Myndina má sjá hér.