Jamie Vardy gæti tekið afskaplega óvænt skref á sínum ferli ef marka má heimildir GiveMeSport í dag.
Vardy er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Leicester þar sem hann skoraði 200 mörk í 500 leikjum.
Vardy er orðinn 38 ára gamall og svo sannarlega kominn á seinni ár ferilsins en hann vill prófa nýtt ævintýri áður en skórnir fara á hilluna.
Valencia er það lið sem er nú talið sýna framherjanum áhuga en Carlos Corberan, stjóri liðsins, er sagður vera mikill aðdáandi Vardy.
Það væri ansi áhugavert að sjá Vardy reyna fyrir sér á Spáni en hann hefur allan sinn feril leikið á Englandi.