Anthony Elanga hefur verið staðfestur sem leikmaður Newcastle en þau skipti hafa legið í loftinu undanfarna daga.
Elanga er fyrrum leikmaður Manchester United en hann kemur til Newcastle frá Nottingham Forest.
Newcastle borgar 55 milljónir punda fyrir kantmanninn en hann er 23 ára gamall og á því mikið eftir ólært.
United græðir einnig á kaupunum en talið er að stórliðið fái allt að átta milljónir punda í sinn vasa.