Real Madrid er að ganga frá kaupum á Alvaro Carreras vinstri bakverði Benfica, hann var á óskalista Xabi Alonso.
Real mun greiða 43 milljónir punda fyrir bakvöðrinn en félagið hefur lengi viljað fá hann.
Carreras hefur verið síðustu ár hjá Benfica en áður var hann í eigu Manchester United.
United mun græða vel á kaupum Real en félagið fær 20 prósent af söluverði Benfica eða 8,6 milljónir punda.
Sú upphæð gæti nýst vel í rekstur United sem virðist nokkuð þungur og félagið er lítið að gera á markaðnum þetta sumarið.
Carreras var 17 ára þegar hann fór frá Real Madrid til Manchester United en nú snýr hann aftur heim 22 ára gamall.