Juventus hefur ekki lagt neitt formlegt tilboð í Jadon Sancho og félögin hafa ekki átt í neinum viðræðum. Fabirizo Romano segir frá.
Fréttir um slíkt hafa verið sagðar en eru ekki réttar. Segir hann að Juventus hafi aðeins átt samtöl við umboðsmann Sancho en ekki neitt meira.
Skilaboðin frá Juventus voru á þann veg að félagið myndi ekki borga Sancho sömu laun og hann er með á Old Trafford.
Sancho er með 250 þúsund pund á viku á Old Trafford en þau laun mun hann hvergi fá, United vill losna við hann á 25 milljónir punda.
Sancho var á láni hjá Chelsea en hann hafnaði því að vera þar áfram vegna þess að laun hans hefðu lækkað.