Mohammed Kudus er orðinn leikmaður Tottenham en þau félagaskipti voru staðfest nú í kvöld.
Tottenham náði loks samkomulagi við West Ham um kaupverð en Kudus mun kosta 55 milljónir punda.
Þessi 24 ára gamli leikmaður gerir sex ára samning við Tottenham sem endaði í 17. sæti efstu deildar síðasta vetur.
Kudus er afskaplega skemmtilegur vængmaður sem var vinsæll á meðal stuðningsmanna West Ham fyrir þessar fréttir.
Hann hefur spilað á Englandi undanfarin tvö ár og var lykilmaður í liði West Ham.