Franski varnarmaðurinn Theo Hernandez mun spila með Al Hilal í Sádi Arabíu á næstunni en hann kemur til félagsins frá AC Milan.
Hernandez kemur til Sádi fyrir um 30 milljónir evra en hann hafði ekki áhuga á að framlengja samning sinn hjá Milan.
Um er að ræða 27 ára gamlan franskan landsliðsmann sem var áður á mála hjá Real Madrid en spilaði fáa leiki.
Hernandez hefur leikið með Milan síðan 2019 en gerir nú þriggja ára samning í Sádi.
Hann á að baki 38 landsleiki fyrir Frakka og vonast til að spila á HM í Bandaríkjunum á næsta ári.