Tottenham hefur mikin áhuga á því að kaupa Yoane Wissa framherja Brentford og er félagið komið í samtal um það.
Wissa var magnaður á síðustu leiktíð og vill Thomas Frank endurnýja kynni sín við hann. Frank hætti með Brentford í sumar til að taka við Tottenham.
Það gætu hins vegar verið slæm tíðindi fyrir Manchester United ef Tottenham gengur hratt til verks.
Ben Jacobs segir að Brentford muni ekki selja bæði Wissa og Bryan Mbeumo í sama félagaskiptaglugganum.
United hefur í margar vikur reynt að kaupa Mbeumo en ekki náð saman við Brentford, félagið gæti þurft að hafa hraðar hendur þrátt fyrir að félagið vilji ekki sama leikmann og Tottenham.