Stuðningsmenn Brentford eru væntanlega áhyggjufullir þessa stundina en liðið virðist vera að missa alla sína bestu leikmenn.
Bryan Mbeumo er sagður vera á leið til Manchester United og þá mun Christian Norgaard spila með Arsenal næsta vetur.
Ekki nóg með það hefur félagið misst stjóra sinn, Thomas Frank, sem hefur krotað undir hjá Tottenham.
Annar lykilmaður Brentford, Yoane Wissa, gæti einnig verið að kveðja en Frank vill fá hann til Tottenham í sumar.
Sami Mokbel hjá BBC greinir frá en samkvæmt hans heimildum er Tottenham búið að bjóða í þennan 28 ára gamla sóknarmann.
Wissa var frábær fyrir Brentford síðasta vetur og skoraði 19 mörk í 35 leikjum í efstu deild.