Forráðamenn Tottenham eru farnir að beina spjótum sínum að Mohammed Kudus leikmanni West Ham og vilja kaupa hann í sumar.
Ganverjinn geðugi hefur átt tvö góð tímabil í treyju West Ham og vill taka næsta kref.
Kudus er sóknarsinnaður miðjumaður sem kom til West Ham frá Ajax og hefur sannað ágæti sitt í enska boltanum.
Tottenham hafði áhuga á að kaupa Bryan Mbeumo en hann hefur ákveðið að fara til Mancehster United.
Tottenham er komið í samtal við West Ham og leikmanninn og gæti eitthvað farið að gerast á næstu dögum samkvæmt Fabrizio Romano.