Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Þó kvennalandsiðið sé á fullu að undirbúa sig fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi á EM í Sviss er einnig fréttafár í kringum félagaskipti lykilmanna.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er formlega gengin í raðir Inter og þá er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sterklega orðuð við ítalska félagið einnig.
Hún er á mála hjá Bayern Muncehn en gaf sterklega í skyn í samtali við fjölmiðla í gær að hún væri á förum þaðan.
Þorsteinn Hallldórsson landsliðsþjálfari var spurður að því hvort þessi mál og sögusagnir í kringum framtíð leikmanna trufluðu hópinn á EM.
„Nei, ekki neitt. Þetta er bara partur af því að vera að spila á þessum tíma. Þetta hefur ekki truflað okkur neitt. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Þorsteinn þá.
Meira
Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar