fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 21:30

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yaya Toure, fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona, þarf að bíða með það að vera ráðinn stjóri belgíska félagsins Daring Brussels.

Þetta segir blaðamaðurinn Sacha Tavolieri en Toure hefur verið númer eitt á blaði hjá félaginu og yrði þetta hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Ástæðan er ansi athyglisverð en hún tengist eiganda félagsins, John Textor, sem er einnig eigandi Lyon í Frakklandi.

Textor er að glíma við mikið þessa dagana og hefur engan tíma til að einbeita sér að Daring Brussels vegna vandræða hjá Lyon.

Lyon hefur verið fellt niður um deild í Frakklandi en talið er að félagið skuldi allt að 500 milljónir evra sem Textor vill ekki borga.

Textor er sjálfur ákveðinn í að áfrýja þessum dóm og er sannfærður um að félagið geti enn spilað í efstu deild í vetur sem verður þó að teljast ólíklegt.

Toure þarf því að bíða eftir að Textor klári sín mál í Frakklandi áður en hann verður ráðinn til starfa hjá Daring Brussels sem er í næst efstu deild í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað

Fékk upp í kok af andlegu ferðalagi eiginkonunnar og bað um skilnað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
433Sport
Í gær

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas