Yaya Toure, fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona, þarf að bíða með það að vera ráðinn stjóri belgíska félagsins Daring Brussels.
Þetta segir blaðamaðurinn Sacha Tavolieri en Toure hefur verið númer eitt á blaði hjá félaginu og yrði þetta hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.
Ástæðan er ansi athyglisverð en hún tengist eiganda félagsins, John Textor, sem er einnig eigandi Lyon í Frakklandi.
Textor er að glíma við mikið þessa dagana og hefur engan tíma til að einbeita sér að Daring Brussels vegna vandræða hjá Lyon.
Lyon hefur verið fellt niður um deild í Frakklandi en talið er að félagið skuldi allt að 500 milljónir evra sem Textor vill ekki borga.
Textor er sjálfur ákveðinn í að áfrýja þessum dóm og er sannfærður um að félagið geti enn spilað í efstu deild í vetur sem verður þó að teljast ólíklegt.
Toure þarf því að bíða eftir að Textor klári sín mál í Frakklandi áður en hann verður ráðinn til starfa hjá Daring Brussels sem er í næst efstu deild í Belgíu.